Um síðuna

Auðskilin heilabilun inniheldur upplýsingar um heilabilun sem sniðnar eru að einstaklingum með þroskahömlun og vitræna skerðingu. Upplýsingar og þekking eru mikilvæg þegar tekist er á við sjúkdóm og til að vita hvernig best er að eiga samskipti við nákominn sem hefur fengið heilabilun.

Auðskilin heilabilun er netsíða sem gefur notanda upplýsingar með texta, myndum, hreyfimyndum og tali. Auk þess er þar spurningaleikur sem er eins konar samantekt efnisins. Síðuna má lesa ein(n) eða með einhverjum sem getur útskýrt það sem reynist flókið.

Auðskilin heilabilun er aðgengileg á öllum norrænum tungumálum auk lule-, norður- og suðursamísku og ensku.

Auðskilin heilabilun er þróuð og fjármögnuð í samvinnu Nasjonalt senter for aldring og helse, Norrænu velferðarmiðstöðina (NVC) sem er stofnun innan Norrænu félags- og heilbrigðisdeildar Norrænu ráðherranefndarinnar og Samaþingsins.

Hugmynd og handrit: Frode Kibsgaard Larsen, Lene Kristiansen og Martin Lundsvoll, Nasjonalt senter for aldring og helse.

Heimasíðugerð, hönnun og hreyfimyndagerð: Headspin AS

Hljóð: Nitro Sound AS

Þýðingar: NVC hefur séð um þýðingu á norrænu tungumálin. Þýðing á samísku málin og ensku er gerð af Semantix.

Verkefnastjórn: Norrænt tengslanet um heilabilun og þroskaskerðingu hjá NVC.