Með tímanum verður maður það veikur að það þarf hjálp allan tímann.

Það er hægt að fá meiri hjálp heim til sín.

Fyrir suma er betra að flytja á hjúkrunarheimili.

Það þarf að hugsa vel um mann svo maður verði öruggur.

Fjölskylda og vinir eiga oft að heimsækja þann sem er með heilabilun.